Brekkuhvammur 370 Búðardalur

  • {{img.alt}} Brekkuhvammur  370 Búðardalur
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 31.900.000 

Sala
31.900.000 
Einbýli
225 fm
6
Herbergi
4 Svefnherbergi
2 Stofur
3 Baðherbergi
Fjöldi hæða 2
Byggingarár 1975
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei
Lyfta Nei
Fasteignamat 23.350.000 
Brunabótamat 66.950.000 

LIT ehf. kynnir:

Brekkuhvammur 10, Búðardal.

Húsið er byggt 1975, steinsteypt og á tveimur hæðum.
Efri hæð 113,2 ferm. og neðri hæð 112,2 eða samtals 225,4 ferm.

Efri hæð:
Forstofa flísalögð, skápur.
Gangur parketlagður.
Samliggjandi stofa, borðstofan og eldhús í einu rými.  Stofa og borðastofa parketlagðar en eldhúsið er flísalagt. Stórir gluggar í stofu með útsýni í vestur þ.e. út á Hvammsfjörð. Eldhúseyja á milli borðstofu og eldhúss, nýleg ljós IKEA innrétting í eldhúsi og nýlegar borðplötur frá Fanntófell.
Fjögur herbergi á gangi, eitt parketlagt en þrjú dúklögð.
Baðherbergi allt flísalagt en engin innrétting, baðkar og sturta saman.
Búr inn af eldhúsi dúklagt.
Þvottahús flísalagt. Geymsla.

Út úr eldhúsinu er gengið út í sólstofu. Út frá sólstofunni er pallur með heitum potti.

Neðri hæð:
Gangur flísalagður.
Íbúð um 65 ferm. með sér inngangi en einnig eitt herbergi og baðherbergi með sér inngangi um 25 ferm.
Íbúðin er öll nýlega endurnýjuð en hún skiptist í stofu/eldhús, stórt herbergi og baðherbergi. Nýtt plastparket á stofu og herberginu. Baðherbergi er með flísalögðu gólfi og flísalagt í sturtu. Nýjar loftaplötur í herberginu. Íbúðin var öll máluð fyrir um tveimur árum.

Herbergið sem er sér er parketlagt og baðherbergið þar er nýlega flísalagt.

Stór geymsla á neðri hæð og hægt að ganga í hana frá efri hæð.

Hægt að leigja út íbúðina á neðri hæðinni og einnig herbergið með baðinu á neðri hæð.

Afhending samkomulag.

Nánari upplýsingar Ingi Tryggvason lögmaður ingi@lit.is og s. 860 2181

Kaupandi (einstaklingur) greiðir 0,8% af fasteignamati í stimpilgjald kaupsamnings (0,4% ef fyrsta íbúðareign) en lögaðilar greiða 1,6%. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. af hverju skjali. Lántökugjald skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar. Kaupandi greiðir ekki umsýslugjald til fasteignasölu.

Skv. lögum um fasteignakaup er skoðunarskylda kaupanda rík og því eru hugsanlegir kaupendur hvattir til að skoða eignina rækilega áður en af kaupum verður og með fagmanni telji kaupandi ástæðu til.

Götusýn er ekki í boði á þessum stað